Bitabox

Bitabox RÍM eru óformlegur vettvangur til að kynna rannsóknir í annarsmálsfræðum.

Bitabox hefjast á vormisseri 2019 og verða nánar auglýst síðar.

Bitabox á vormisseri 2018: 

11. janúar kl 15:00: Í samstarfi við Rannsóknastofu í táknmálsfræði: Nedelina Ivanova máltökufræðingur hjá Samskiptamiðstöð heyrnalausra og heyrnarskertra (SHH) og Helena Koulidobrovu prófessor við Enskudeild CCSU í BNA:
Athugun á málþróun hjá tvítyngdum döff börnum og börnum með skerta heyrn:
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra í samstarfi við Dr. Helenu Koulidobrovu, prófessor við Ensku deild CCSU í Bandaríkjunum eru að fara af stað með rannsókn á því hvernig Döff börn læra mál. Leitast verður við að finna svör við eftirfarandi rannsóknarspurningum:
1. Hvernig er málþroski á tveimur táknmálum frábrugðin málþroska, annars vegar á tveimur raddmálum og hins vegar málþroska á tákn- og raddmáli?
2. Hvers eðlis eru áhrif af fjöltyngisorðræðu á minnihlutatungumálið?

25. janúar kl. 15:00: Dr. Adriana Nagyova, Comenius University in Bratislava, Slovakia:  Classroom management as a prerequisite for a successful educational process:
The issue of classroom management is relatively little known and, in our point of view, it is very important because it creates the way for good teaching.
Adriana Nagyová will focus on how a good classroom management can create conditions for effective teaching.
Together with her, we will look at the key competencies and skills of teachers leading to a successful classroom management.

22. febrúar kl. 15:00: Branislav Bédi: Eftirvæntingar og upplifun nemanda í Virtual Reykjavík:
Branislav Bédi kynnir niðurstöður rannsóknar á upplifun nemenda á Virtual Reykjavík sem er tölvuleikur til að læra íslenska tungu og menningu. Útkoman úr ransókninni sýnir meðal annars að nemendur gera sér þær væntingar að tölvuleikurinn hjálpi þeim að einbeita sér að æfingum þar sem  þeir geta æft talmál og  þannig dregið úr enskunotkun í samskiptum sínum.

22. mars kl. 15:00: Stefanie Bade: Dulin viðhorf. Mat á erlendu tali: Erlendur hreimur er einn mest áberandi þáttur í tali innflytjenda og hafa rannsóknir leitt í ljós að mismunandi þættir hafa áhrif á það hvernig mat er lagt á erlendan hreim. Í þessu erindi verður sagt frá verkefninu “Dulin viðhorf. Mat á erlendu tali” og einkum því hvernig stig hreims (e. degree of accent), þ.e. hversu veikur eða sterkur einhver hreimur er, hefur áhrif á mat viðkomandi hreims. Fjallað verður svo um niðurstöður með tilliti til rannsókna erlendis.

26. apríl kl. 15:00: Ásta Ingibjartsdóttir: Tungumál og leiklist; tilraunaverkefni.
Í þessu erindi verður sagt frá námskeiðinu Tungumál og leiklist sem er tilraunaverkefni Mála- og menningardeildar og af hverju leiklist getur verið gott “tæki” í tungumálanámi.