Bitabox

Bitabox RÍM eru óformlegur vettvangur til að kynna rannsóknir í annarsmálsfræðum.

Dagskrá Bitaboxa á vormisseri 2020:

30. janúar 2020 kl. 15:00, Heimasvæði tungumála, Veröld (2.h): Branislav Bédi: Kynning á LÖRU:
Í þetta skipti breytist Bitaboxið í litla vinnustofu þar sem þátttakendur munu prófa nýja tólið LÖRU (e. Learning and Reading Assistant). Eftir stutta kynningu á verkefni um aðstoð við lestur í tungumálanámi verður unnið með texta á íslensku. Markmiðið er að sýna hvernig tólið virkar og hvað þarf til þess að búa til gagnvirka texta sem nemendur geta notað til að þroska kunnáttu sína í íslensku. Þeir sem vilja prófa tólið geta komið með sína eigin fartölvu.

20. febrúar 2020 kl. 15:00, Heimasvæði tungumála, Veröld (2.h): Joanna Predota: 
Tricks and surprises while teaching heterogeneous groups:
The problem of having students on different levels in one group is everyday struggle for teachers of “small languages”. How to keep more advanced students interested? How to help those who are less advanced and motivate them? In my presentation I will try to show some ideas and inspirations on how to deal with this type of groups and make the learning process effective and motivating for both: students and teachers.

Joanna Predota kennir pólsku sem annað mál í POLONICUM miðstöðinni við Háskólann í Varsjá.

Haust 2020 (nánar auglýst síðar): Stefanie Bade: Kennarinn og tungumálasjálfið:
Erlendum nemendum, svo og erlendum kennurum við HÍ, hefur fjölgað mikið á síðustu árum og hefur fjöldi erlendra mála og málhafa í kennslustofum áhrif á báða hópanna – nemendur og kennara. Kennsla, kennsluhættir, sjálfsmynd kennarans svo og hegðun hans í kennslustofu geta að einhverju leyti farið eftir því hvort kennslumál og móðurmál kennarans séu það sama. Hvernig nemendur skynja framkomu kennarans á grundvelli tungumálasjálfs kennarans annars vegar og að hvaða leyti kunnátta kennarans í kennslumálinu skiptir nemendurna máli hins vegar, getur haft stóran þátt í viðhorfum til kennslu og kennarans. Aðstæður þar sem tungumál kennarans/kennslumálið getur haft áhrif á viðhorf nemenda eru fjölmargar og verða þær ræddar með tilliti til nýlegrar könnunar um viðhorf nemenda til kennara með og án íslensku að móðurmáli á námsbrautinni Íslenska sem annað mál. Einnig verður farið í eigin reynslu fyrirlesara sem stundakennari við íslensku- og menningadeild og mála- og menningardeild Háskóla Íslands.

Haust 2020 (nánar auglýst síðar) 30. apríl 2020 kl. 15:00: Umræðufundur um rannsóknir í máltileinkun.